Aðskilja hjólandi frá Vífilstaðavegi að Hnoðraholtsbraut

Aðskilja hjólandi frá Vífilstaðavegi að Hnoðraholtsbraut

Stígurinn sem lyggur frá undirgöngunum undir Vífilsstaðaveg að gangbrautinni yfir Hnoðraholtsbraut er mikið farinn af gangandi og hjólandi. Margir nota hann til að komast til og frá vinnu. Í dag er þetta mjór stígur sem ræður illa við að fólk á hjóli og gangandi mætist. Hraði hjólandi er oft mikill enda hægt að ná talsverðum hraða niður brekkuna. Þarna væri tilvalið að aðskilja umferð gangandi og hjólandi enda nægt pláss og eiginlega nauðsynlegt að breikka stíginn til að gera hann öruggari.

Points

Ég fer þessa leið oft ýmist hjólandi, hlaupandi eða gangandi. En í eitt skiptið var ég úti að hjóla með syni mínum 5 ára. Við mættum þar fólki á hjóli og hann hafði sérstakt orð á því hvað hjólararnir fóru hratt nánast alveg við hlið hans og gáfu honum lítið pláss.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information