Huga þarf vel að því þegar farið er í framkvæmdir þar sem loka þarf stígum í lengri tíma að hugað sé vel að hjáleiðum og þær vel merktar. Nú hefur stígnum verið lokað úr Bæjargilinu og upp á Arnarnesveginn (Hnoðraholtsmeginn) en engin hjáleið verið merkt. Þarna er um mikilvæga samgöngutengingu að ræða sem tengist við göngu og hjólastíga í Kópavogi og Reykjavík. Þetta hefur áhrif á stóran hóp sem nýtir sér þessa leið til að komast leiðar sinnar.
Garðabær á að hafa meiri metnað en svo að láta þennan stíg vera lokaðan svo mánuðum skipti án þess að vera með viðunandi hjáleið. Þetta á við um allar framkvæmdir, en gott dæmi þar sem hugað var vel að þessu eru framkvæmdir við undirgöng undir vestasta hluta Arnarnesvegar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation