Ekki verði gerð krafa á aðra flokka um utanþingsráðherra

Ekki verði gerð krafa á aðra flokka um utanþingsráðherra

Samþykkt stefna Pírata er að taka ekki þátt í ríkisstjórn nema ráðherrar annara flokka verði utan þings. Sú stefna minnkar til muna líkurnar á því að Píratar verði í næstu ríkisstjórn sem aftur minnkar líkurnar á að við náum okkar málum fram á þingi. Hver eru bestu rökin með og á móti því að breyta þessari stefnu í þá veru að krafan eigi eingöngu við um ráðherra Pírata?

Points

Þetta ákvæði, um að segja öðrum flokkum hvernig þeir eigi að vinna, hefði aldrei átt að vera í stefnu Pírata.

Ég er ekki sáttur við að brjóta þetta loforð enda skiptir miklu máli að gera skýran greinarmun milli framkvæmdar og löggjafavalds. Eina mögulega málamiðlunin sem ég get séð er að það ákvæði sem kveði á um að ráðherrar megi ekki vera þingmenn verði 100% garanterað komið í gagnið við lok kjörtímabils.

Með því að standa fast á þessari (aðeins vanhugsuðu) stefnu þá eru Píratar í raun að útiloeigka sig frá þátttöku í ríkisstjórn. Hinir flokkarnir eru því miður enn of fastir í hefðum og formi íslensks stjórnkerfis. Mun réttara er að láta þetta eingöngu eiga við um Pírata og sýna þannig gott fordæmi frekar en vera með fyrirskipanir til annara flokka.

Núverandi stjórnarmyndunarviðræður geta ekki náð framgangi án þáttöku Pírata. Það er aldrei jafn gott tækifæri til að láta reyna á hvort hægt sé að ná þessum árangri eins og þegar Píratar eru í oddaaðstöðu.

STJÓRNARSKRÁ AUÐLINDIR HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA AÐKOMA ALMENNINGS ENDURVEKJUM TRAUST Þetta voru loforðinn sem við gáfum fyrir kostningar, 5 atriði af 138 stefnumálum innan flokksins. Okkur var alveg ljóst að ekki væri hægt að tefla fram 138 málum og það að draga eina stefnu upp úr þessum 138 stefnu potti til þess að mála flokkin sem svikara flokk er áróður sem er ekki á rökum reystur og er þessi atburðarás hönnuð með einum tilgangi, að gera Pírata tortryggilega.

Í stefnuskrá Pírata fyrir kosningarnar var tiltekið: "Píratar hafa ýmsar tillögur að úrbótum á störfum þingsins sem hægt er að innleiða strax. Þeirra á meðal er að ráðherrar séu ekki þingmenn á sama tíma". Stefnuskráin tók því samþykkta stefnu Pírata og stefnir að því að ná markmiðum hennar í áföngum.

Er það trúverðugt að stjórnmálaflokkar sem ætla að vinna að heilindum að innleiðingu stjórnarskrár þar sem blátt bann er lagt við að ráðherrar sitji jafnframt á Alþingi, geti ekki stigið þetta "litla" skref á meðan unnið er að lögleiðingu stjórnarskrárinnar

Það er sjálfsagt að Píratar framfylgi þeirri stefnu flokksins að ráðherrar þeirra sitji ekki á Alþingi. Hinsvegar er fráleitt að halda að unnt sé að breyta stefnu fjögurra annarra flokka í einu skrefi. Verum raunsæ og sýnum að við kunnum að miðla málum.

Það verður ekki hægt að horfa fram hjá því að gefin voru afdráttarlausar yfirlýsingar um þetta mál fyrir kosningar. Er það að skipta um skoðun um þetta ekki sambærilegt við þau kosningasvik og hrossakaup sem fjórflokkurinn er gjarnan gagnrýndur fyrir. Ef það verður ofan á að Píratar gefi þetta eftir mun það reynast erfiður farangur inn í framtíðina. Ef stjórnin gengur vel má vera aðfólk horfa fram hjá því en það verður að stíga mjög varlega til jarðar.

Það að Píratar eru ekki með mikinn þingstyrk og eru ekki með stjórnarmyndunarumboð styrkir það að gefa þetta eftir(mikill þingstyrkur hefði verið forsenda fyrir því að fá aðra til að taka undir þetta). Ef hægt er að ná árangri í öðrum mikilvægum stefnumálum gæti það náð að sætta óánægju með þessa eftirgjöf.

Það er mikil nauðsyn að mynda ríkisstjórn sem fyrst og ég vil alls ekki að Píratar muni fá á sig þann stimpil að þeir hafi komið í veg fyrir stjórnarmyndun vegna þröngsýni, frekju, þrjósku eða annarra sleggjudóma sem munu koma fram ef þessu verður haldið til streytu. Sýnum breytingar í verki og látum þessar reglur gilda um Pírata en ekki aðra flokka. Leyfum svo dómstólum götunnar að "lofa eða lasta" reynsluna af slíku. Ekki byrja gott samstarf með svona þvingunum sem aðrir eru ekki tilbúnir í.

Píratar eiga ekkert endilega erindi í ríkisstjórn og geta vel unnið að málefnum sínum utan stjórnar. Það á ekki að vera keppikefli að komast í stjórn og þannig hliðra til fyrir þeim möguleika með því að breyta stefnum eftir því sem hentar hverju sinni. Til hvers erum við þá yfirhöfuð að mynda okkur stefnur og hafa grunngildi?

Píratar hafa nú þegar sýnt að þeir geti náð sínum málum í gegn þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu. Slíkt er einstakt að ég tel í sögu lýðveldisins. Píratar hafa meiri völd utan stjórnar en innan.

Við töpum trúverðugleika bæði almennings og félaga ef við stöndum ekki fast á þessu atriði. Þrískipting valdsins er hornsteinn lýðveldis okkar og það er með öllu ólíðandi að bæði löggjafarvald og framkvæmdarvald sé í sömu höndum. Það að hlutirnir hafi alla tíð verið þannig er ekki gilt sem rök.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information