Minningarbekkir um Bryndísi Klöru

Minningarbekkir um Bryndísi Klöru

Ég legg til að minnisvarða verði dreift um allar byggðir Kópavogs á formi bleikja bekkja, Þessir bekkir, sem gætu fengið nafnið „Bryndísarbekkir“, yrðu úr járni, polínhúðaðir í bleikum lit, með áföstum plötum þar sem stæði „Til minningar um Bryndísi“. íbúar gætu sest niður, dregið andann og hugleitt á ferð sinni um hverfið. Þetta væri jafnframt sýnileg áminning um voðaverkið og myndi vonandi hvetja samfélagið til að halda vöku sinni og tryggja að slíkir atburðir endurtaki sig ekki.

Points

Ung stúlka frá efri byggðum Kópavogs lést nýlega af völdum stungusára og var jarðsett daginn sem þessi tillaga er skrifuð fyrir efri byggði, nú er það allur Kópavogur. Til að minnast hennar og vekja athygli á voðaverkinu legg ég til að hluti fjármagnsins verði nýttur til að búa til varanlega áminningu sem íbúar og börn komast reglulega í snertingu við. Þessi áminning væri okkur öllum til varnaðar um að vera vakandi yfir börnunum okkar og tryggja öryggi þeirra. Bleikur var hennar uppáhalds litur

Þetta væri mjög flott

Við Iðunn, foreldrar Bryndísar Klöru, ELSKUM þessa hugmynd. Þegar Bryndís fæddist bjuggum við fyrst á Ásbraut áður en við fjölskyldan fluttum í Löngubrekku. Seinna í Salahverfinu og núna síðast í Smárahverfi. Bryndís Klara var því sannur Kópavogsbúi og Bryndísarbekkir yrðu mikill minningar- og virðingarvottur. Umfram allt væru þessir bekkir nauðsynleg áminning til allra um mikilvægi kærleikans, og hægt að staðsetja t.d. á stöðum þar sem ungmenni sækja í og hópast saman.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information