Þegar sátt er um stjórnarskrárbreytingar

Þegar sátt er um stjórnarskrárbreytingar

Þjóðaratkvæðagreiðslur eru dýrar og viðamiklar og skila litlu ef kosið er um málefni sem almenn sátt ríkir um. Stjórnarskrárbreytingar geta verið smávægilegar, tæknilegar eða sjálfsagðar. Þegar um slíkt er að ræða á þingið að geta breytt stjórnarskránni, en þá þurfa að minnsta kosti 3/4 hlutar þingmanna styðja breytinguna.

Points

Breytingar á stjórnarskrá eiga ekki að vera mögulegar án þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sammála þessu enda stuðningur 3/4 hluta þingmanna.

ÞIngmenn eiga aldrei, ALDREI! að eiga aðkomu að breytingum á stjórnarskrá lýðvelisins því þetta er sáttmáli milli almennings og ÞJÓNA hans. Allar breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins skal undantekningalaust bera undir atkvæði þjóðarinar eftir að breytingarnar hafa verið kynntar og útskýrðar vel og skilmerkilega fyrir þjóðinni. Almenningur á einnig að geta sent inn breyingartillögur sé ætlunin að breyta á annað borð. Kostnaður skiptir engu máli.

Fulltrúalýðræðið er ekki að virka almennilega og alþingismenn, með sína hagsmunagæslu, kjördæmapot og sjálfhagsmuni eru ekki réttu aðilarnir til að ákveða þann grunn að lagaumhverfi Íslendinga sem stjórnarskrá er. Þjóðin verður að hafa beina aðkomu í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information